Markmaður þjóðarinnar Björgvin Páll Gústavsson er gestur Spekinga þessa vikuna. Ótrúlegur karakter inni á vellinum en ljúfur drengur utan línanna. Við drápum niður fæti á ýmsum tímapunktum á ferli Bjögga en hann er hvergi nærri hættur á milli stanganna. Handbolti er ekki eini boltinn sem Bjöggi heldur á lofti en meðfram því að vera afreksíþróttamaður miðlar hann þekkingu sinni og reynslu til yngri kynslóðarinnar. Síðastliðið haust kom út bók Bjögga "Án filters" en þar fjallar hann um erfiðar aðstæður í uppvexti sínum, líkamlegt og andlegt hrun og bataferlið sem stendur yfir.
Spekingar Spjalla er tekinn upp í Nóa Siríus stúdíóinu og er í boði Áberandi og 250 lita.
Create your
podcast in
minutes
It is Free