Þórhallur kláraði Járnkarl núna í September og fór yfir allt ferlið með okkur. Hvernig dettur fólki þetta í hug? Hvað er næsta skref þegar maður er búinn að ákveða að fara Járnkarl? Þarf maður að vera afreksíþróttamaður? Afhverju er ekki boðið upp á áfengan bjór eftir keppnina? Þessum spurningum er svarað og svo fórum við yfir keppnisdaginn sjálfan.
Þórhallur stjórnar jafnframt Podcast þættinum Epík og fórum við létt yfir hvað er framundan í þeim þáttum. Svo gekk Sæþór inn á okkur í miðjum þætti en hann kom beint af fæðingardeildinni.
Create your
podcast in
minutes
It is Free