Tvo síðustu þætti höfum við fjallað um loftslagið okkar og umhverfi en við vendum okkar kvæði nú í kross og færum okkur yfir á fjármálamarkaðinn. Nánar tiltekið hlutabréf. Ég vildi að ég gæti útskýrt fyrir ykkur minn skilning á því fyrirbæri en hann er því nánast lítill sem enginn. Þetta er mér og mörgum öðrum fjarlægur heimur þar sem öskrandi fólk kaupir og selur allan daginn og einhvernveginn endar fólk með mismikla peninga í höndunum. Stundum sturlaðar fjárhæðir en einnig tóma vasa og sárt enni. Ég fékk Sigurð B Stefánsson til mín til að útskýra betur fyrir okkur um hvað þetta snýst allt.
view more