Mál málanna í dag er klárlega kórónuveiran ógurlega sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Til að fjalla um COVID-19 í víðu samhengi eru komin saman hér þau Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, Helgi Jóhannesson lögfræðingur en þau hafa bæði glímt við COVID-19 undanfarið. Auk þeirra er hér Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir í lyflækningum en hann er einmitt í COVID teyminu svokallaða og miðlar hér af reynslu sinni og þekkingu. Rætt er um COVID-19, áhrif á daglegt líf og viðbrögð samfélagsins almennt.
view more