Gestur þáttarins að þessu sinni er Jón Magnús Kristjánsson læknir. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd. Áður vann hann í um 25 ára í bráðaþjónustu og undanfarin fimm ár var hann yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans.
Í þessu spjalli ræðum við um mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða í heilbrigðisþjónustu, um er að ræða aðgerðir sem geta sparað þjóðfélaginu stórfé, dregið úr alvarlegum veikindum og þar með aukið lífsgæði til muna.
Jón Magnús nefnir einnig ýmis vandkvæði við núverandi heilbrigðiskerfi og ýmsar mögulegar lausnir í því sambandi.
view more