Það má segja að Helga Vala sé allur pakkinn. Hún er leikkona, þingmaður Samfylkingarinnar og lögmaður. Í störfum sínum sem lögmaður hefur hún sinnt réttargæslu fyrir þolendur kynferðis- og heimilsofbeldis og sérhæft sig í málefnum flóttafólks, innflytjenda og fjölskyldna. Það er varla hægt að finna betri konu inn á Alþingi fyrir þolendur ofbeldis. Helga kom og ræddi við Eigin Konur um réttarkerfið, metoo bylgjun, timana sem hún starfaði sem lögmaður og hvað hún er að gera í dag með Samfylkingunni.
view more