406.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl öllsömul. Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Þórhalli Dan og við ræðum um PepsiMax karla og þá staðreynd að Fylkir féll í Lengjudeildina í gærkvöldi. Við tölum einnig um rauða spáldið sem Birnir Snær leikmaður HK fékk í leik gærkvöldsins og einnig um kvennalandsleiksinnn í kvöld. Því næst heyri ég í Snorra Steini Guðjónssyni þjálfara Íslandsmeistara Vals í handbolta en Valur mætir bikarmeisturum Þýskalands, Lemgo, í kvöld í undakeppni Evrópudeildarinnar. Að síðustu heyri ég svo í handboltagoðsögninni Sigurði Val Sveinssyni,(Sigga Sveins), um leikinn í Origohöllinni í kvöld en Siggi lék um árabil með báðum þessum liðum og er goðsögn hjá Lemgo. Njótið.
Create your
podcast in
minutes
It is Free