Flestum er okkur kennt að það sé ljótt að ljúga. Hins vegar eru margir sammála um að lífið getur verið torfæra og sjálfsagt að fólk bjargi sér eins vel og það getur, svo lengi sem það bókstaflega skaði ekki annað fólk. Ólöf Sölvadóttir beitti lyginni óspart sér í hag. Henni til varnar má þó benda á að hún hafði ekki fengið góða vöggugjöf. Ólöf var dvergur og fædd á 19. öld, þegar eitt mesta harðæri sem Ísland hafði kynnst, síðan í Móðuharðindunum, dundi yfir þjóðina og hrakti marga úr landi að freista gæfunnar annars staðar. Saga Ólafar er mögnuð. Auðvitað má segja að það sem hún gerði hafi, stranglega tekið, verið rangt. Þó er ekki hægt annað en dást að þeirri staðfestu og sjálfsbjargarviðleitni sem einkenndi þessa einstöku konu.
Hér finnið þið Draugana á Patreon.
Create your
podcast in
minutes
It is Free