Pabbi var meðalmaður á hæð, með þykkt hrafntinnu svart liðað hár sem fór ekki að grána fyrr en hann stóð á fimmtugu. Hann var kvikur í hreyfingum enda hjólaði hann alla daga í og úr vinnu, jafnt sumar sem vetur.
Pabbi féll frá árið 1991. Aðeins 58 ára gamall. Hann fékk heilablóðfall nokkrum árum áður og var aldrei sami maður. Hann gat sætt sig við hreyfihömlun en aldrei við lömun í tali. Fyrir áfallið var pabbi fljúgandi mælskur – leikari af guðs náð – magnaður ræðumaður – ótrúlegur sögumaður og eftirherma. Hann var maður orðsins. Hann lamaðist á hægri hlið og því varð rithöndin ónýt. Með þrautseigju og meðfæddri þrjósku fór pabbi að skrifa með vinstri hendi, þá 53 ára gamall. En það fór í taugarnar á honum að rithöndin var ekki sú sama fallega sem hann erfði frá afa Jóni og hann náði aldrei sama hraða og áður.
Margt í sögu föður míns er hulið.
Create your
podcast in
minutes
It is Free