Hægt og bítandi verður myndin skýrari. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eru fordæmalausar. Öll stærstu hagkerfi heimsins hafa orðið fyrir þungu höggi vegna Covid-19. Þróunarbanki Asíu taldi í maí að efnahagslegur kostnaður heimsins af Covid-19 gæti orðið allt að 8,8 billjónir dollara eða 9,7% af heimsframleiðslunni.
Afleiðingar Covid á íslenskt efnahagslíf eru í mörgu alvarlegri en hjá öðrum löndum og skiptir þar mestu hve mikilvæg ferðaþjónustan er orðin eftir ótrúlega uppbyggingu á síðustu árum. Alþingi kemur saman síðar í mánuðinum til að afgreiða nýja fjármálastefnu en 1. október kemur nýtt þing saman og þá leggur fjármálaráðherra fram fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár. Það vitlausasta sem þingið getur gert við núverandi aðstæður er að freista þess að auka tekjur ríkisins með þyngri álögum á fyrirtæki og/eða heimili.
Create your
podcast in
minutes
It is Free